Umsóknir og tilkynningar
Gammageislun
Útfjólublá geislun
Hafðu samband

FRÉTTIR

Styrkur útfjólublárrar geislunar hækkar með hækkandi sól

24.04.2019|0 Comments

Nú er kominn sá árstími þegar Íslendingar þurfa að gæta þess að brenna ekki á sólríkum dögum þar sem að styrkur útfjólublárrar geislunar hækkar með hækkandi sól. Undanfarna daga hefur styrkur útfjólublárrar geislunar (UV-stuðull) á Íslandi farið upp fyrir 3 og gera má ráð fyrir áframhaldandi hækkun, m.a. á sumardaginn fyrsta sem að Veðurstofan spáir að verði sólríkur þetta árið. Sé UV-stuðullinn 3 eða hærri þá er þörf á sólarvörn. Sé stuðullinn 2 eða hærri þá getur verið þörf á sólarvörn ef verið er lengi úti í sólinni eða ef um viðkvæma húð er ræða.

  • Leysir

Varað við notkun leysihanska

08.04.2019|0 Comments

Geislavörnum ríkisins hafa borist ábendingar um notkun á svokölluðum leysihönskum. Leysihanskarnir sem stofnunin hefur fengið upplýsingar um eru með leysa í flokki 3B, eru því í hópi öflugra leysa og hafa nægilegt afl til að valda augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi af gljáandi fleti. Leysar í þessum flokki eru hættulegir augum.

Vel sótt námskeið

22.03.2019|0 Comments

Nýlega var haldið námskeið um geislavarnir fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn sem koma að notkun, uppsetningu og viðgerðum skermaðra röntgentækja við öryggisgæslu og í iðnaði. Næsta námskeið á vegum Geislavarna er fyrir tæknimenn og ábyrgðarmenn vegna röntgentækja sem notuð eru í læknisfræði og verður haldið 2. apríl næstkomandi.

IAEA gefur ráð um förgun geislavirkra efna

14.02.2019|0 Comments

Fyrir stuttu komu til landsins tveir sérfræðingar frá IAEA sem hafa langa reynslu af ráðgjöf og aðstoð við undirbúning og framkvæmd förgunar á geislavirkum efnum eins og þeim sem bíða förgunar hjá LSH.

VINSÆLT FRÆÐSLUEFNI